Fara í efni

Það er gott fyrir líkamann að æfa golf

Það vita sjálfsagt flestir að spila golf er gott fyrir líkamann.
Golf og heilbrigður lífsstíll
Golf og heilbrigður lífsstíll

Það vita sjálfsagt flestir að spila golf er gott fyrir líkamann.

Í grein frá Becky Sauers sem kom út á Tallahassee.com, en þar talar hún um rannsókn sem gerð var af Neil Woldodoff. Í þessari grein er talað um hversu margar kaloríur þú brennir við að spila 9 holu völl.

Samkvæmt þessari grein þá kom í ljós að golfarar sem að bera sinn eigin poka brenna 721 kaloríum, golfarar sem að nota kerru brenna um 718 kaloríum, golfarar sem að nota caddie brenna um 613 kaloríum og þeir sem kjósa að nota golfbíl brenna um 411 kaloríum.

Og samkvæmt þessu, að brenna að meðaltali um 2,500 kaloríum á viku dregur verulega úr áhættunni á hjartasjúkdómum, sykursýki og krabbameini. Og eftir því sem að þú spilar fleiri holur ertu að brenna fleiri kaloríum.

Að spila golf er afar heilbrigður lífsstíll.

Að auki til að mæla hversu gott það er fyrir líkamann að spila golf þá leit Wolkodoff á það hvaða áhrif það hefði á getuna á vellinum eftir því hvernig golfarar bera golfpokann.

Það kom í ljós að þeir sem að nota kerru voru með lægsta skorið á vellinum.

Karolina Institutet í Svíþjóð komst að þeirri niðurstöðu að þeir sem spila golf eru 40% minna líklegir til þess að deyja fyrir aldur fram. Lífslíkurnar aukast um 5 ár hjá þeim sem spila golf reglulega.

Þessi rannsókn var gefin út í the Svandinavian Journal of Medicine & Science in Sports og tóku um 300,000 golfarar þátt í henni.

Heimild: asgca.org