Deniz Karasahin hefur tileiknað sér þá hugmynd að nota lág-tíðni örhljóð til að hraða á bata og brotnum beinum. Sláttur af hljóðbylgjum sem eru á það hárri tíðni að mannseyrað heyrir það ekki, hefur sýnt að það hraðar á því að beinbrot gróa með því að auka á magn kalks íóna og beinfruma sem að græða beinbrot.
“Í 20 mínútur á dag eru þessum örhljóðum hleypt á brotið og á hvert skipti að hraða á bata um 38%”
Þessi týpa af gipsi er gerð á þann hátt að tekin er röntgenmynd af brotinu og þrívíddarskanni skráir svæðið sem þarf á stuðningi að halda, svo er gipsið hannað og prentað. Það kemur í tvennu lagi og er því svo smellt saman. Götin við sjálft brotið eru höfð smærri til að auka á stuðninginn.
Fyrsta frumgerðin var hvít en þótti ekki nógu smart svo bætt var við litavalið og er svartur núna fáanlegur.
Heimildir: iflscience.com