Pælingar í blæðingum miðað við aldur.
Þegar þú ert 10 ára.
Það kemur blóð hvaðan? Nei! Þetta kemur bara fyrir hjá nornum, eða er það ekki annars?
Þegar þú ert 13 ára.
Guð minn góður, hvaða bók er þetta sem mamma skildi eftir á náttborðinu mínu? Hún heitir " Steplur fá hár undir hendur og á milli fótanna og þeim blæðir einu sinni í mánuði líka, ekki hafa áhyggjur af þessu en ég bið þig að minnast ekki á þetta þegar við erum í bílnum því mér finnst vandræðalegt að ræða þetta við þig" Hversu hallærisleg er mamma! En hvað um það, ég þykist bara hafa lesið bókina.
Þegar þú ert 14 ára .
Nei, afhverju er ég byrjuð á blæðingum núna? Ég dey. Afhverju er þetta svona dökkt á litinn? Þetta er ekki venjulegt blóð. OG VERKIRNIR ERU SVO SLÆMIR. Þetta er örugglega endirinn, ég er að deyja.
Þegar þú ert 15 ára.
Jóna Jóns er með blóðblett aftan á buxunum sínum. Enginn segir neitt við hana. Og klukkan er orðin þrjú eftir hádegi. Afhverju segir enginn henni að það sjái allir í skólanum að hún sé á túr? Afhverju segi ég henni það ekki? Ég er hræðileg manneskja. Nei, og núna sest hún niður og þegar hún stendur upp aftur er blóð í stólnum hennar. Ég get ekki horft. Ég verð að segja henni en ég get það samt ekki.
Þegar þú ert 18 ára.
Það er rosa partý eftir skólaballið, en hvað ef ég verð á túr akkúrat þá? Ætli Nonni vilji samt gera það með mér þó ég sé á túr? Hver myndi vilja gera það? Myndi einhver káfa á mér þegar ég er á túr? Já, sennilega raðmorðingi. Samt eitt jákvætt, eða er það rétt? Get ég orðið ólétt þó ég stundi kynlíf á meðan ég er á túr? Æji, hvað um það. Ég öfunda Beggu því hún er á pillunni.
Þegar þú ert 20 ára.
Ohh, andskotinn, þetta voru rándýrar nærbuxur. En alla vega þá tók ég ekki Jónu Jóns á þetta og auglýsti fyrir öllum að ég væri byrjuð á túr.
Þegar þú ert 21.árs.
Afhverju er ég ekki byrjuð á túr? Afhverju er ég ekki á pillunni? Afhverju var ég svona kærulaus? Hvað heitir hann aftur? Gunni? Helgi? ohh afhverju ég?
Þegar þú ert 22.ára.
Ohhh, láttu ekki svona. Við getum alveg gert það! Þetta er bara smá blóð, ekki vera svona mikið smábarn. Ég set bara handklæði undir mig.
Þegar þú ert 30 ára og rúmlega það.
Geggjað, engar blæðingar næstu níu mánuði!
Þegar þú ert 49 ára .
Ég er byrjuð að svitna. Er þetta breytingaskeiðið eða er bara svona heitt hérna?
Þegar þú ert 51.árs.
Loksins, engir túrverkir framar. Breytingaskeiðið er málið.
Skemmtilega sett fram fyrir hvert aldursskeið, lestu meira um þetta HÉR.