Með því að hreyfa þig reglulega, borða hollan mat og fara til læknis þegar eitthvað amar að ertu á réttri leið með að hugsa vel um sjálfa þig.
En það eru hlutir sem þarf að huga að þegar fólk er farið að eldast.
Að aðlaga heimilið miða við aldur
Stigar, baðker eða sturtur og eldhúsið getur verið hættulegt fyrir eldri borgara. Þó þú þurfir kannski ekki að gera þessar breytingar núna að þá er gott að hafa þetta í huga og vera undirbúinn ef breytinga verður þörf seinna meir.
Passa uppá að detta ekki
Fyrir eldra fólk getur fall verið alvarlegra en fyrir þá sem yngri eru. Afar oft leiðir fall til brotins beins eða beina sem svo seinna meir geta leitt til heilsufarslega vandamála eða jafnvel dauða. Mikilvægt er að gera öryggisráðstafanir á heimilinu en einnig eru reglulegar æfingar sem bæta á jafnvægið afar góðar.
Hugsa fram í tíman ef þú skyldir þurfa á hjálp að halda
Þarftu heimsendan mat? Þarftu að láta keyra þig ? gott er að hafa einhvern sem að getur hjálpa til ef eitthvað bilar á heimilinu. Einnig er gott að hafa í bakhöndinni einhvern sem getur komið og þrifið hjá þér ef þú hefur efni á því.
Hafa plan fyrir neyðartilvik
Hvern myndiru hringja í ef eitthvað kemur uppá ? Er einhver sem getur komið til þín reglulega til að athuga hvort ekki allt sé í lagi? Hvað myndiru gera ef þú dyttir og næðir ekki í símann? Gott er að hafa á sér farsíma og svo er auðvitað neyðarhnappurinn nauðsynlegur ef eldra fólk er veikburða.
Heimildir: health.harvard.edu