Fyrir ykkur sem vitið ekki hvað við erum að tala um þá héldum við sykurlausa áskorun síðastliðinn júní þar sem yfir 5000 manns tóku þátt og voru sykurlaus með okkur í 14 daga.
Það var ótrúlega skemmtilegt og við vorum að sjá frábæran árangur frá mörgum þátttakendum eins og þennan:
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir
Lovísa Vattnes
Guðveig Hrólfsdóttir
Vá! Þetta gaf okkur svo mikinn innblástur að gátum við ekki annað en hjálpa fleirum að vera sykurlausir, sektarlausir og sáttir í sínu skinni!
Eins og síðast þá munum við senda út 5 gómsætar og girnilegar uppskriftir í hverri viku sem munu styðja þig við að takast á við sykurpúkan, ásamt hollráðum og stuðningi yfir þessa 14 daga.
Einnig ætlum við að hafa skemmtilegan facebook leik á meðan áskorunin stendur yfir, það er því margt til þess að vinna.
Ef þú skráðir þig í sumar, þarftu ekki að skrá þig aftur, netfangið þitt er vistað hjá okkur og þú færð nýjar uppskriftir sendar frá og með 23.okt.
Ef þú ert óviss hvort þú ert skráð eða ekki til þátttöku, getur þú farið hér og skráð þig og ef þú færð upp skilaboð sem segja, “þú ert nú þegar skráð á listan” ertu í öruggum höndum
Eina sem þú þarft er hreint hráefni og 10 mínútur aukalega í eldhúsinu á hverjum degi! Sykurlaust líferni hefur aldrei verið eins skemmtilegt!
Hlökkum til þess að hafa þig með okkur!
Heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi og Lifðu til fulls teymið
P.s Líkaðiþér síðasta sykurlausa áskorun? Skoraðu á vínkonu eða vin sem gæti viljað vera með í sykurlausri áskorun með því að deila með þeim á facebook