Breytingar eru ekkert endilega góðar eða slæmar. Þær eru einfaldlega hluti af lífinu.
Til að vera í heilbrigðu sambandi þá þarf að beina þessum breytingum til hins jákvæða. Þetta þýðir, að læra vel inn á hvort annað og eiga góð samskipti.
Yfirleitt þá reiknum við með því að fólk viti í hverju það er hæfast. Við sjáum þau halda ræða án vandræða, þau geta verið frábærir listamenn eða afar góðir í að segja brandara. Og við höldum að þau viti þetta allt um sig sjálf, afþví þetta er svo augljóst fyrir okkur.
Auðvitað er fólk þarna úti sem að þekkir sýna styrkleika og nýtir sér þá á meðan ansi margir eru óöruggir. Þessir öruggu draga frá hræðslugardýnuna, standa beinir í baki og ganga inn í salinn í engu nema hugrekki og einlægni. En gangi þeir út í þögn þá dregur fljótt úr sjálfsörygginu. Gangi þeir út í lófaklapp þá stækkar hjartað um helming og höfuðið er borið hátt.
Það á aldrei að draga úr krafti raunverulegs hróss. Þannig hrós hefur kraft til að breyta lífi einhvers.
Við þekkjum öll þá tilfinningu að hafa gengið í gegnum heilan helling fyrir einhvern og fá ekkert þakklæti í staðinn. Hinn óþákkláti einstaklingur er oftast alveg blindur á þau áhrif sem að hans óþakklæti er að hafa. Ekkert okkar ætlar sér að vera óþakklátt. Við erum einfaldlega upptekin við aðra hluti.
Þú þekkir tilfinninguna þegar einhver sýnir þér þakklæti og því ekki að sýna þakklæti til baka, til þeirra sem þér þykir vænt um. Að fá sýnt þakklæti fær hvern mann til að brosa og þig sjálfa líka þegar þú sérð jákvæðu áhrifin sem þú ert að hafa á aðra manneskju.
Þegar við hittum á einstakling sem er kunnáttu meiri en við sjálf þá höfum við tvo kosti, við getum öfundað viðkomandi eða við getum valið að læra af honum. Þeir sem velja öfund læra ekki, en þeir sem velja að læra öfunda ekki.
Að vera nemi þeirra sem eru í kringum þig sýnir einnig virðingu, virðingu fyrir þér og þeim sem þú vilt læra af.
Samskipti eru afar mikilvæg í samböndum. Vanalega biðjum við ekki um ábendingar þegar kemur að okkar eigin hegðun, né gefum við ábendingar til annarra. Ekki fyrr en það verður ágreiningur. Þá förum við í vörn og okkar samskipti breytast ansi fljótt yfir í að vera fjandsamleg jafnvel.
Þegar við veljum að tjá okkur friðsamlega og þekkja okkar veikleika á meðan við gerum það, þá erum við að gefa þeim sem við lentum í rimmu við pláss til að breytast. Það er bara þegar okkur finnst við ekki hafa neitt val sem við förum í vörn.
Við þekkjum öll hvernig það er að vera í hópi af fólki og fara að tala um einhvern sem er ekki til staðar á neikvæðan hátt. Síðan göngum við frá þessum samræðum, og eins og allir aðrir í hópnum þá finnst okkur við ekki skyldug til að segja frá því sem að gerðist.
Við montum okkur af okkar vinum við fjölskylduna og aðra. Við segjum fyndnar sögur um vini og kunningja. Við tölum um afrek þeirra sem við þekkjum til að sýna öðrum hvað er mögulegt. Manneskja getur eytt öllu lífinu og hefur ekki hugmynd um að þetta gerðist.
Þú hefur kraftinn til að breyta þessu.
Hvað með þig sjálfa? Hvað er í uppáhaldi hjá þér til að byggja upp heilbrigt samband og tengjast fólkinu þínu betur?
Heimildir: mindbodygreen.com