1. Fáðu þér grænt te
Í stað þess að verða fjólublá/r af reiði sestu þá niður með bolla af grænu tei. Í grænu tei er L-Theanine en það er efni sem dregur úr reiði.
2. Nartaðu í súkkulaði
Bara tveir bitar af dökku súkkulaði róa taugarnar. Dökkt súkkulaði kemur reglu á stress hormónana.
3. Fáðu þér hunang
Ertu að drepast úr stressi ? fáðu þér eitthvað sætt eins og t.d matskeið af hunangi. Ekki nóg með að hunang sé súper rakagjafi fyrir húðina þá dregur það töluvert úr bólgum eða þrota í heila sem þýðist á íslensku, berst við þunglyndi og kvíða.
4. Bíttu í Mangó
Farðu í frí til Suður-Ameríku án þess að standa upp frá skrifborðinu. Taktu þér fimm mínútna pásu, afhýddu og skerðu í bita fallegt mangó og skelltu því í þig. Í mangó má finna efni sem heitir linalool og þetta efni hefur þann eiginleika að draga úr stressi.
5. Áttu tyggjó?
Myntu, ávaxta eða bara hvaða bragð sem er. Að tyggja tyggjó er afar góð leið til að draga úr stressi og kvíða.
6. Hugleiðsla
Þú þarft ekkert að fara upp á fjall til að hugleiða – fimm mínútur af ró og næði er allt sem þarf. Það má finna sannar þess að tvær stuttar hugleiðslustundir á dag dagar úr stressi og þunglyndi.
7. Teldu afturá bak
Nei þetta er ekki gáfnapróf, þetta er leið til að slaka á. Þegar áhyggjur grípa okkur er afar gott að finna sér rólegan stað og telja afturá bak frá 10 og svo aftur upp frá 1 til 10. Það er nefnilega erfiðara að fríka út yfir starfsviðtali sem dæmi þegar þú ert upptekin/n af því að muna hvaða tala kemur á eftir 7.
8. Nuddaðu fótunum yfir golfbolta
Og nei ekki taka kylfurnar með. Þú þarft bara boltann. Að nudda fótum yfir golfbolta er afar slakandi. Settu báðar fætur ofan á golfbolta og rúllaðu fram og aftur. Þetta losar um stress.
9. Láttu kalt vatn renna á úlnliðinn
Slepptu ilmvatninu og notaðu ískalt vatn. Þegar stressið skellur á þér vertu viss um að finna baðherbergi og skella þér inn og beint í vaskinn. Láttu vatnið renna þar til það er ískalt og settu úlnliðina undir. Einnig má setja ískalt vatn bak við eyrun.
10. Burstaðu á þér hárið
Í alvöru? Þetta hljómar nú eins og úr einhverju ævintýri. En það að renna hárbursta í gegnum hárið endurtekið er róandi, eins er það að vaska upp róandi og ef þú kannt að prjóna þá er mælt með því til að ná ró.
11. Njóttu þess stundum að vera ein/n
Þú þarft ekki að eiga kofa upp í fjalli til að geta verið ein/n. Nokkrar mínútur á dag í þínum eigin félagsskap, ein/n með þínum hugsunum er afar góð leið til að hreinsa hugann.
12. Hafðu reglu á hlutunum
Að hafa allt í röð og reglu dregur virkilega úr stressi. Farðu reglulega með blöðin í endurvinnslugáma, ekki safna þvottinum í hrúgur og geyma að brjóta hann saman. Best er að gera þessa hluti jafnóðum eins og t.d að vaska upp.
13. Prufaðu jóga
Leggstu á gólfið og settu fæturna upp í loft við vegg. Vipariti Kirani jógastellingin felst í því að liggja á gólfinu og hvíla leggina upp á vegg. Þetta gefur líkamanum góða teygju og þú slakar einnig á.
14. Farðu í stuttan göngutúr
Gakktu af þér stressið. Þegar þér líður ekki nógu vel andlega er góður göngutúr afar hressandi. Þá nærðu ró, þú ert ein/n, og hefur tíma til að koma ró og reglu á hugsanir þínar.
15. Dansaðu
Settu á uppáhalds tónlistina þína ef þú ert með kvíða. Og dansaðu síðan eins og enginn sé að horfa. Bæði er þetta góð hreyfing og brennir fáeinum kaloríum og einnig hreinsar dansinn hugann.
16. Fylltu nebban af kaffi ilm
Bara ilmurinn af kaffi getur dregið úr stressi, þú þarft ekki að drekka það, bara lykta af því.
17. Kúrðu með gæludýrinu
Það má líka kúra með kæró eða maka en oft er kúr með loðna félaganum, gæludýrinu alveg nóg. Það dregur úr stressi og eykur á sjálfstraustið.
18. Hláturinn
Finnur þú fyrir stressi? Að hlæja er frábær lausn til að losa sig við það. Hláturinn eykur blóðflæði og bætir ónæmiskerfið.
19. Talaðu við vin eða vinkonu
Þegar eitthvað er virkilega að angra þig er ekkert betra en að deila því með góðri vinkonu eða vin. Staðreyndin er sú að fólk sem tjáir sig er að jafnaði hamingjusamara en þeir sem bæla allt inni og ræða aldrei málin þegar þeim líður illa.