INNSÆIÐ ER FULLKOMINN MÆLIR OG STAÐSETNINGARTÆKI
Á ferðalagi þarf maður áttavita til að skilja hvar maður er; maður lítur á hann annað slagið til að vita hvert maður er að fara. Innsæið er eins og ofurnæmt stað- setningartæki sem lætur þig sjálfkrafa vita þegar þú villist af leið, því að sál sem á í stöðugu samtali við hjarta sitt finnur umsvifalaust og skýrt þegar hún er ekki með sjálfri sér. Hún finnur það svo glöggt að hjá því verður ekki komist að gera eitthvað í málunum.
Við erum hætt að vera í viðnámi gagnvart því hver við erum og hvernig við erum gerð, því við skiljum að ef við viljum raunverulega gera breytingar þá þurfum við að elska okkur eins og við erum, þar sem við erum, núna. Innsæið lætur okkur vita þegar við förum í viðnám og biður okkur um að mæta inn í núið og leyfa okkur að vera í friði.