AÐEINS EINN SJÚKDÓMUR
Einn sjúkdómur hrjáir alla sem þjást – sjúkdómurinn nefnist aðþrengt hjarta.
Við náum okkur í sjúkdóminn með því að hafna okkur og afneita í augnablikinu; með því að neita okkur um ást og rými í eigin lífi. Aðþrengt hjarta upplifir streitu, stress, ótta, vantraust og kvíða.
Öll þessi atriði þrengja að rými hjartans og reyna að kæfa það. Hvernig gerum við það? Með því að hafna okkur og efast um eigið ágæti, afneita hverju augnabliki með því að vilja ekki vera þar sem við erum, eins og við erum, með því að búa til fjölhæfar og margþættar blekkingar sem við notum, vitandi eða óafvitandi, til að forðast tilfinningar okkar.
Til að forðast að finna til og í leiðinni forðast að vera til.