Það er aldrei bara ég – það er alltaf við. Við – ég, þú, hann, hún, það, allt sem sést og ekki sést. Allt er þetta sama orkan.
Þess vegna þarf ekki nema einn lesanda til að breyta heiminum. Einn lesandi sem velur að elska sig hættir að hafna sér og hættir að sparka í sig liggjandi – hann breytir orkunni í hverri einustu frumu líkamans, í öllum orkukerfum hans; hann breytir sínu ákalli til heimsins og skilaboðunum til umhverfisins; hann hefur keðjuverkandi áhrif á allan heiminn og á alla sem komast í snertingu við hann.
Það þarf aðeins einn lesanda til að breyta heiminum; einn lesanda sem framkvæmir kraftaverk með því að breyta viðhorfum sínum; einn lesanda sem er breytingin.