Allir hafa rétt fyrir sér – alltaf
Staðreyndin er sú að aðeins örfáir þeirra sem hljóta háa lottóvinninga öðlast aukin lífs- gæði eða velsæld. Flestir þola ekki álagið sem fylgir umfangi orkunnar – þeir eiga ekki heimild fyrir henni og vísa henni frá sér með öllum tiltækum ráðum. Þeir ráða ekki við orkuna og geta ekki unnið úr henni.
Þeir fá velsældartruflanir – andlegar meltingartruflanir.
Því að gæfan er ekki endilega fólgin í gjöfunum.
Það gilda alltaf sömu lögmálin – þegar við innbyrðum orku umfram heimild þá fáum við meltingartruflanir, sama hvort það er varðandi mat eða aðra orku.
Það er á þessum forsendum sem ég segi:
Allir hafa alltaf rétt fyrir sér.
Allir staðfesta heimsmynd sína með ytri hegðun sinni og sækja sér það sem þarf til að finna samhljóm við yfirlýstan mátt sinn eða vanmátt.
Hvort sem þú þrætir fyrir vanmætti þínum eða styrk hefurðu rétt fyrir þér. Hvort sem þú staðhæfir um vansæld eða velsæld þá hefurðu rétt fyrir þér.
Við viljum eða óviljum. Innra með okkur er alltaf að finna einhvern vilja sem stýrir gjörðum okkar og er stöðugt á tali við heiminn. Samt er ábyrgðin alltaf okkar. Verði minn vilji – því alltaf verður minn vilji, jafnvel þótt ég velji að velja ekki heldur láta skortdýrið um það.