INNSÆI ER SKÆRT LJÓS
Innsæi er leiftur, engar tilfinningar, enginn dómur, ekki afstaða. Innsæi er nánd við hjartað og nánd með öllu lífi, á sama tíma og við leyfum öðrum að sjá inn í okkur. Við opinberum okkur sjálf, yfir okkur er engin hula. Að vera í nánd þýðir að maður er í snertingu við eigin hjart- slátt og anda.
Við höfum tilgang sem er hlutverkið okkar og kjölfesta. Við höfum skapað okkur sýn og sett okkur markmið. Við höfum öðlast heimild með því að heitbindast sjálfum okkur og eigin tilvist og höfum séð heimildirnar opinberast.
Þess vegna getum við fylgst með blóminu opnast í sjötta skrefi og uppskorið nándina sem skapast af því að vera vitni að eigin tilvist, vitni að því hvernig fiðlan titrar á tíðni hjartans, vitni að þeirri velsæld sem við erum tilbúin að öðlast, augnablik fyrir augnablik.
Hér er engin óþolinmæði eða þolinmæði, engin bið, engin tilhlökkun; aðeins ástríðan sem felst í því að lifa lífinu til fulls og hlusta á hljómverk okkar eigin tilvistar mynda hreinan og sannan tón.