Í dag opnumst við eins og blóm.
Ef þér finnst blóm sem opnast vera væmin myndlíking – hugsaðu þá um krepptan hnefa sem opnast og slakar á. Í framgöngunni kemur alltaf skýrt fram hversu mikla eða litla heimild við höfum öðlast.
Við sýnum umhverfinu hvað við sannarlega viljum, því að sama hvaða orð við notum skiptir mestu máli hvort hjartað er aðþrengt eða ekki; hvort skilaboð hjartans eru aðþrengd og í skorti eða hvort þau útvarpa velsæld til umheimsins. Mikil hjörtu útvarpa stöðugt magnaðri og dulinni orku sem laðar þrotlaust að sér stórkostleg tækifæri.