Raunar skiptir ekki mestu máli hvað þú borðar, heldur hvað þú borðar ekki – hvaða eiturefnum þú velur að hafna.
Allt sem þú borðar ekki telur miklu meira en það sem þú borðar. Ef þú sleppir sælgæti og eyðilögðum mat og upplifir ekki vansæld í öðrum hverjum munnbita muntu gjörbylta öllu þínu lífi.
Ef þú borðar eyðilagðan mat sem er mikið unninn og fullur af aukefnum þarftu ekki að vera hissa þótt þú náir ekki hámarks árangri. Ég vil alls ekki biðja þig um að vantreysta framleiðendum og kaupmönnum, en ég vil biðja þig um að treysta þér umfram þá. Það er óhugsandi að framleiðendur séu vísvitandi að skemma matinn og eitra hann fyrir okkur, en ekki treysta því að framleiðandinn viti þínu viti.
Ertu að stuðla að velsæld eða vansæld þegar þú opnar munninn og setur eitthvað ofan í þig?
Þú veist alltaf svarið, ef þú staldrar við í vitund, eitt augnablik.