Að vakna til vitundar er að byrja að veita athygli, ekki á stjórnlausan hátt eins og eirðarlaus einstaklingur með skynfærin flöktandi frá einni afþreyingu til annarrar, heldur byrja að veita athygli því sem vert er að veita athygli – að veita ljósi á það sem leiðir til velsældar.
Því að ljósið býr alltaf í okkur, þótt það sé missterkt eftir manneskjum og missterkt í manneskjum eftir því hvaða dagur er. Ljósið býr alltaf í okkur, orkan er alltaf til staðar – þetta er aðeins spurning um hvernig þú verð orkunni og hvort leiðin sem þú velur liggur til velsældar eða vansældar.
Að vakna til vitundar er fyrsta skrefið á þessu ferðalagi heim til þín – allt sem þú þarft er í þér, núna. Líka núna. Líka núna. Líka núna.