Ertu dimmir eða birtir?
Í loftljósinu er ljósapera sem skín skært og varpar jöfnu og fallegu ljósi yfir alla hluti í herberginu. Á veggnum er snúningstakki sem stýrir því hvort orkan úr rafmagnsleiðslunum þetta dimmi. Einhverra hluta vegna kjósum við að lifa í myrkri eða hálfmyrkri í stað þess að snúa takkanum þannig að við sjáum handa okkar skil, sjáum hlutina í kringum okkur, sjáum fólkið sem við segjumst elska.
Álögin sem við leggjum á okkur sjálf með fjar- veru og höfnun eru sannkallaður dimmir; leið til að stjórna doðanum og halda líkama og sál í rétt svo mátulegu myrkri til að við tórum.
Af hverju köllum við snúningstakkann ekki birti? Af hverju vitum við og skiljum að það er ekkert mál að snúa birtinum á veggnum í botn og lýsa upp herbergið – en höldum áfram að lifa í myrkrinu í eigin lífi?
Þetta er eini mælikvarðinn – hversu mikil birta er í lífi þínu? Hefurðu svarið við því? Geturðu séð ein- hver svið í lífinu þar sem þú veist að þú rýrir þig og dimmir tilveru þína?
Við skiljum þetta vel þegar við tölum um vasaljós og dimmi og líka þegar við skynjum kraftinn, lífsviljann og fegurðina í nýfæddu barni. En að yfirfæra þann skiln- ing á okkur sjálf virðist hægara sagt en gert. Álögin eru sterk, við erum vön þeim, þau eru stór hluti af sjálfvirkum gjörðum og hugsunum daglegs lífs – þau eru eins og taugakippir sem við kunnum ekki að ráða við.