Já, vel á minnst: af hverju viltu lifa í myrkri og spennu?
Allir eru eins og þeir eru af því að þeir vilja vera eins og þeir eru. Lestu þessa setningu aftur, hún er flókin en einföld:
Allir eru eins og þeir eru af því að þeir vilja vera eins og þeir eru.
Þeir hafa viljað það til sín og verndað það með kjafti og klóm, með athöfnum sínum, aðgerðum og aðgerðaleysi, með orðum sínum og hugsunum. Af því að þeir vilja það – þeir hafa viljað það til sín, stundum viljandi og stundum óviljandi. Þræta þeirra er marklaus því að sannanirnar eru augljósar öllum sem sjá vilja.
Umhverfið sér alltaf til okkar, þótt við höldum annað, rétt eins og strúturinn stendur nánast allur upp úr sandinum þótt hann sjái það ekki sjálfur.