Þungamiðjan felst í því að fylgjast með skortdýrinu, rétt eins og við myndum fylgjast með neikvæðri hegðun barnsins okkar til að skilja það betur. Við dæmum ekki – við elskum og bara elskum.
Besta leiðin er að stilla sig inn að morgni, setjast niður, fylgjast með og veita öllu sem er athygli í fimm mínútur, án þess að taka afstöðu eða dæma.
Mundu að vitund er forsenda þess hversu hægt og djúpt þú velur að anda. Öndunin er uppáhalds verkfærið mitt til að fylgjast með líðan minni og birtingu. Ég vel öndun og öndunartækni oftast til að staðsetja mig, tengja og stilla mig inn í núið.
Með því að veita önduninni athygli er ég mættur. Gott er að þjálfa sig í að anda djúpt að sér í gegnum nefið um leið og maður telur upp að tveimur og anda síðan frá sér um leið og maður telur upp að fjórum. Muna að umfang og gæði öndunnar er umfang og gæði lífssins, velsæld.