Þegar það fer ofan í mig, þá er það ást.
Ég sparka ekki í mig liggjandi og þjáist í skömm og fyrirlitningu yfir því að „svíkja“ eigin vitneskju um heilbrigðan mat.
Ég skamma mig ekki í huganum á meðan ég bít í hamborgarann og dýfi frönskunum í sósuna.
Ég elska mig. Ég elska mig samt. Ég elska mig líka þegar ég ligg. Og ég hjálpa mér á fætur.