Allt er orka. Allt annað er blekking.
Orkan tekur við öllu sem að henni er beint og þess vegna liggur valdið í okkar eigin höndum.
Við getum valið að hafa áhyggjur og blóta okkur sjálfum og lífinu í sand og ösku – eða við getum valið að beina ljósi okkar að uppvexti hins góða í kringum okkur.
Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar – viljandi eða óviljandi. Að vakna til vitundar er upphaf ferðalags frjáls vilja.
Eina leiðin til að viðhalda vitund er að taka fulla og óskerta ábyrgð á eigin tilvist.