Og það er aðeins ein tilfinning.
Ást. Allt annað er blekking.
Á þessum forsendum get ég svo auðveldlega og gleðilega sagt:
„Ég tek ábyrgð á öllu lífi mínu, eins og það leggur sig, og ég tek líka fúslega ábyrgð á þeim augnablikum sem samanlagt eru líf mitt. Hvort sem þau fólu í sér erfiða eða gleðilega lífsreynslu þá sé ég og skil og elska af öllu hjarta hvert og eitt þeirra, því án þeirra væri ég ekki hér að stíga inn í frelsið sem felst í því að taka ábyrgð á allri tilvist minni.“
Að fyrirgefa felur í sér nokkrar staðreyndir:
Það er aðeins ein tilfinning: Ást. Þú elskar allt sem þú varst, allt sem þú ert, allt sem þú verður. Þú elskar alla sem þú hefur kynnst og elskar allt sem þeir hafa gert með þér, fyrir þig, handa þér – en líka það sem þeir hafa gert þér.
Þegar þú lifir uppljómaður í ljósinu elskarðu sérstaklega heitt það sem aðrir hafa gert þér, gert á þinn hlut, valdið þér vonbrigðum eða sárindum, því að þau svöðusár hafa hjálpað þér á leiðinni hingað, inn í gáttina til velsældar.
Án „svika“ og „vonbrigða“ af hálfu annarra og án árekstra fortíðarinnar værirðu ekki hér, hér þar sem tækifærin lifa.