Í þessum tímum verður boðið uppá jóga fyrir byrjendur. Farið verður í alla þrjá þætti sem tengjast jóga;
Farið verður rólega af stað en tímarnir geta verið mjög kröftugir. Hér reynum við á alla þætti líkamans, aukum liðleikann á allan hátt, hryggurinn verður liðugri, opnum öll liðamótin betur og betur og náum betri og meiri teygju og liðleika. Vekjum upp líkamsvitundina og uppskerum betri líkamsstöðu, aukinn styrkur og úthald og síðast en ekki síst öðlumst við betra jafnvægi til að takast á við daglegt amstur.
Þegar við byrjum að ástunda jóga markvisst fer ákveðið ferli í gang, leysum úr læðingi „prönuna“ eða lífsorkuna og hreinsun á sér stað í líkamanum, taugakerfið róast, stoðkerfið eflist og öll líkamsstarfsemi verður virkari. Í jóga fáum við tækifæri til að stíga út úr huganum og leita inná við í hjarta okkar. Allir geta stundað jóga, krakkar, unglingar, fullorðnir og einnig fólk sem á við veikindi eða fötlun að stríða. Viskan býr hið innra og við verðum meira og meir meðvituð um sjálfan okkur við ástundun jóga. „Prana“ þýðir lífsorka og því meiri lífsorka því meiri gleði!
Gyða Dís hefur stundað jóga til fjölda ára og hlaupið maraþon. Hún útskrifaðist sem jógakennari með alþjóðleg jógakennararéttindi frá Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar í byrjun júní 2012. www.gydadis.is