Farðu aftur á byrjunarreit. Rifjaðu upp hvernig þér leið þegar þú byrjaðir þetta ferðalag. Skoðaðu hvað hefur breyst hjá þér. Skynjaðu hvernig þú ert sama manneskjan, en samt svo gjörbreytt og með ný og jákvæðari viðhorf.
Njóttu þess að finna fyrir breytingunum sem orðið hafa á lífi þínu. Njóttu þess að hafa opnað hjartað og treystu því að hér eftir muni það haldast opið, alltaf, alltaf – alveg þangað til þú gleymir þér ... en kraftaverkið er að hér eftir muntu aldrei gleyma þér alveg, aldrei yfirgefa þig alveg, því þú skilur að þú hefur lært að finna leiðina aftur til þín.
Í því felst kraftaverkið sem mun lifa með þér, alltaf.