Fara í efni

Ég elska ferðina sem er lífið, falleg orð frá Guðna á sólríkum mánudegi

Ferð með tilgangi.
Hugleiðing á mánudegi~
Hugleiðing á mánudegi~

Ferð með tilgangi er ferð án fyrirheits.
Ferð með tilgangi er ferð án fyrirheits, án væntinga, og skrefin í þeirri ferð eru stigin í trausti og nautn, upp fallega og aflíðandi brekku sem felur ekki í sér átök við hvassa tinda.
Ferð án fyrirheits getur því aldrei valdið vonbrigðum.
Við skiljum hugmyndina um skilyrðislausa ást, t.d. gagnvart börnunum okkar:
„Ég elska þig og mun alltaf gera, hvað sem á gengur.“
Þetta er ást án fyrirheits – án skilyrða. Aðeins ást.
Að líta á lífið sem ferð án fyrirheits.
„Ég elska að vera til og lifa – ég elska allt sem á gengur, því allt er eins og það á að vera, allt er eins og ég vil að það sé. Ég elska ferðina sem er lífið.“