Prófaðu að segja upphátt að þú sért heilög vera, ljómandi birtingarmynd alls þess sem er best og fallegast í þessum heimi.
Er það erfitt? Af hverju? Ég skil vel af hverju þú hikar. Ég þekki á eigin skinni hversu erfitt getur verið að fara framhjá fortölum hugans og inn í samhljóm með hjartanu, þar sem ljósið býr.
Er þetta óframkvæmanlegt? Geturðu opnað fyrir möguleikann?
Geturðu játast þeim möguleika að þú getir strokið þér um vangann og sagt:
„Ég elska mig. Ég er fullkominn.“