Í dag gerum við ýmsar sleppuæfingar með líkamanum, en við setjum þær í samhengi við tiltekin atvik eða einstaklinga sem birtust okkur í vinnunni með fyrirgefninguna í gær.
Manstu orðin um að losa kreppta hnefann? Hér er það sama á ferðinni. Uppsöfnuð spenna og gremja kemur sér fyrir í líkamanum og veldur okkur sársauka. Í dag æfum við okkur í að sleppa þessari spennu og leyfum okkur að vera eins og við erum. Við veitum því athygli hvernig við sitjum við störf og akstur og hvernig við spennum tiltekna vöðva við álag og áreiti án þess að hafa tekið eftir því hingað til, til dæmis í samskiptum við vissar manneskjur. Ef við finnum að við erum að spenna líkamann tökum við eftir því hvar spennan liggur, leyfum okkur að finna skýrt fyrir henni og veljum svo að sleppa henni.
Í dag ætlum við líka að muna eftir möntru fyrirgefningar og frelsis, sem snýst um að ég elska mig, þrátt fyrir and- streymið sem ég veiti mér. Mantran hljómar svona:
„Ég elska mig samt. Ég elska mig samt. Ég elska mig samt.“