„Ég vil ekki vera eins og ég er, þar sem ég er, núna. Ég er veikur vegna þess að ég veiki mig, mér leiðist af því að ég er leiðin- legur, ég er þreyttur vegna þess að ég er þreytandi.“
Við viljum ekki vera – bara gera. Og stundum viljum við ekki einu sinni gera. Þessi höfnun á augnablikinu á sér fjölmargar birtingarmyndir:
Öll fíkn er fjarvera.
Öll streita er fjarvera.
Allt viðnám er fjarvera.
Allt vanþakklæti er fjarvera.
Fjarvera er afneitun á núinu.
Fjarvera er forsenda ójafnvægis.