Í dag fylgjumst við með tungumálinu og lítum á það sem vitnisburð um viðhorfin í eigin garð. Við gætum að mæltu máli – hvaða orð erum við að nota um okkur sjálf?
En um aðra? Notum við tungumál sem lýsir af kærleika, eða notum við tungumál skortdýrsins, fullt af efa og neikvæðni? Erum við að nota orð eins og „ekki, kannski, reyna, vona og bíða“ og skeytum við ó-i framan við mörg orð?
Notum við stór lýsingarorð eins og „rosalega“ og „svakalega“? Þau eru ávísun á minnimáttarkennd; að við séum ekki nóg og teljum okkur þurfa að ýkja til að orð okkar hafi vægi. Segjum við „nei, blessaður“?
Notum þennan fyrsta dag í að þjálfa athygli og árvekni með því að fylgjast með eigin orðanotkun, í fullum kærleika.