Skortdýrið aðgreinir okkur frá heiminum, tekur öllu persónulega og fyllist höfnunartilfinningu. Skortdýrið fær aldrei nóg – það þrífst á niðurrifi og neikvæðum hugsunum og hugmyndum.
Skortdýrið er gæludýr sem dafnar eins og púki þegar því er klappað eða það er nært á ótta og viðnámi. Skortdýrið rýrnar að sama skapi í ljósi ástarinnar og hverfur eins og skuggi þegar þú tekur fulla ábyrgð og segir satt. Skortdýrið er blekkingin í lífinu.