Unga konan og munkarnir
Einu sinni voru tveir munkar á ferðalagi. Þeir komu að straumharðri á og hittu þar unga konu sem spurði hvort þeir gætu hjálpað sér yfir ána. Eldri munkurinn tók konuna upp og bar hana á bakinu yfir á bakkann hinum megin. Yngri munkurinn sagði ekkert en var greinilega í uppnámi.
Þegar dagur var að kvöldi kominn sagði sá eldri við þann yngri: „Er í lagi með þig, bróðir? Þú virðist vera í uppnámi?“
„Hvernig gastu borið konuna yfir ána í morgun? Þú veist að munkar mega ekki eiga samneyti við konur?“ svaraði sá yngri.
„Sjáðu nú til,“ sagði sá eldri, „ég lét konuna niður á árbakkann fyrir löngu síðan, en þú ert enn að burðast með hana.“
Hver er skilgreiningin á orðinu samneyti? Hvenær eigum við samskipti hvert við annað og hvenær ekki?