Við skiljum hvað átt er við þegar manneskja er sögð geislandi.
En hvar er geislinn?
Sumir segja að hann komi frá manneskjunni allri, en sé skærastur í aug- unum. Er það þá ekki sálin sem lítur út – sálin sem birtir sig til fulls þegar hjartað hefur fengið fullt rými til að slá og tjá sig?
Þegar hjartað hefur fengið að lifa, hömlulaust, í frjálsum takti flóðs og fjöru?