INNSÆISSPURNINGAR
Innsæi er leiftur, tungumál hjartans. Um leið og þú byrjar að hugsa ertu ekki lengur í innsæi, jafnvel þótt skilaboðin hafi verið skýr og meðtekin.
Ertu vitni í eigin tilvist eða ertu dómari?
Hjálpar þú þér á fætur þegar þú hrasar eða sparkarðu í þig liggjandi?
Hlustarðu þegar hjartað sendir þér hugboð?
Tekurðu eftir því hvernig þér líður án þess að dæma eða hafna þér? Skynjar þú áhrif gjörða þinna á líkama þinn?
Treystir þú innsæi þínu og þar með hjartanu?
Dæmir þú aðra?
Dregur þú ályktanir auðveldlega og á hæpnum forsendum?