Geturðu ímyndað þér ofurkraftinn sem þú getur fengið aðgang að? Með því einu að hætta að dæma þig?
Þú hefur öðlast innsýn og hæfileika til að standa með þér í stað þess að yfirgefa og svíkja þig og hafna. Þegar þú stendur frammi fyrir tækifæri eða áskorun í lífinu velurðu að svara áskoruninni – eftir að hafa skoðað af skínandi innsæi hvaða möguleikar eru fyrir hendi. Þú hefur öðlast innsýn í hegðunarmynstur þitt; öðlast fullt innsæi.
Með því að rækta vitundina í daglegu lífi hefurðu tekið fulla ábyrgð og fyrirgefið þér á öllum sviðum lífsins. Þegar þú ert í vitund og til staðar verður þú vitni að eigin tilveru og getur fylgst með ýmsu sem gerist innra með þér og í kringum þig, án þess að leggja sérstaka merkingu í það. Þú ert hlutlaust vitni – áhorfandi sem nýtur þess sem fram fer.
Innsæið er leiftur – skilaboð sálarinnar.