Örlæti er frjóvgun. Blómin senda frá sér frævur til að deila fegurð sinni með alheiminum. Flugurnar koma til að sækja sér hunangið – lífið heldur áfram.
Í þakklæti skiljum við að allt sem við gefum þiggjum við á sama tíma; það er enginn skortur, engin eymd, ekki sjálfsvorkunn, aðeins tær útgeislun.
Þegar við gefum sendum við heiminum geislana, en geislarnir fara fyrst í gegnum okkur sjálf; við uppljómumst og heilumst.
Við erum fullkomin og fullkomlega komin í ljós.