Fjarvera eða afneitun er móðir alls óróa, ójafnvægis og veikleika í okkar tilvist. Breytingar eru mesta ógnin sem skortdýrið upplifir og þess vegna gerum við breytingar alltaf í vitund og viljandi, ekki með steyttum hnefa í ótta eða skorti.
Þetta er tvíbent sverð – við vitum að ef við breytum mataræðinu mun andleg líðan okkar breytast og við vitum að sama skapi að ef við breytum viðhorfum okkar á andlega sviðinu mun mataræðið okkar breytast.
Hvort tveggja felur í sér breytingar – sem við höfum hingað til óttast.
En ekki lengur. Núna er tíminn þar sem við skiljum að við erum ekki hugsanir okkar heldur ljós, ást og orka, að við erum ekki fórnarlömb í lífinu heldur skaparar sem búum yfir miklum mætti, að við erum ekki lauf í vindi heldur búum við yfir sjálfstæðum vilja sem okkur er frjálst að beita á hverjum einasta degi, oft á dag.
Notaðu þetta tækifæri til að gera úttekt á þínum sönnu líkamlegu þörfum, losaðu þig og næringuna undan tilfinningalegu tengingunni sem gerir þig háða/n mat og neyslu, þar sem þér líður eins og þú sért fórnarlamb aðstæðna.