Fara í efni

Guðni talar um fyrirgefninguna

Hugleiðing á mánudegi~
Hugleiðing á mánudegi~

Að fyrirgefa þýðir að taka fulla ábyrgð á því að hafa skapað tiltekið augnablik í samvinnu við heiminn eða annan einstakling, einn eða fleiri.

Fyrirgefningin er afar róttæk.

Hún lætur sér ekki að nægja að sleppa tökunum á gjörðum sam­verkamannsins og láta af gremjunni í hans garð. Fyrir­gefningin blessar hlutverk hans í þinni eigin framgöngu og velsæld. Þú þakkar honum fyrir hjálpina.

Þú þakkar þér fyrir þitt framlag.