Hér fyrir neðan eru nokkur góð spakmæli sem gott er að hafa í huga á hverjum degi og sérstaklega þegar erfiðleikar og bölsýni taka yfirhöndina í lífi okkar.
Af öllum þessum spakmælum má sjá að eini tilgangur þessarar jarðvistar er friður og hamingja – allt annað er bara aukahlutir eða blekking.
Óttastu ekki að lífi þínu ljúki; óttastu heldur að það byrji aldrei.
Grace Hansen
Óttastu minna og vonaðu meira,
borðaðu minna og tyggðu meira,
kvartaðu minna og andaðu meira,
talaðu minna og segðu meira,
elskaðu meira og öll heimsins gæði
munu falla þér í skaut.
Sænskur málsháttur
Taktu tap fram yfir óheiðarlegan gróða;
tapið veldur sárindum andartak,
gróðinn alla ævi.
Chilon
Byrjaðu á að gera það sem er nauðsynlegt,
síðan það sem er mögulegt og allt í einu
getur gert hið ómögulega.
St. Francis of Assisi (1181-1226)
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
hugrekki til að breyta
því sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli
(Æðruleysisbænin – William James 1842-1910)
Ef þú gerir það sem þú hefur alltaf gert
færðu það sem þú hefur alltaf fengið.
Höfundur óþekktur
Þangað sem vert er að fara
er ekki hægt að stytta sér leið.
Beverly Sills (1929 -2007)
Það er ekki af því að viðfangsefnin séu erfið
sem við þorum ekki; það er af því að við
þorum ekki sem þau reynast okkur erfið.
Kínverskur málsháttur
Fresla oss frá heigulshætt
sem hrekkur undan nýjum sannleika,
frá leti sem lætur sér nægja hálfan sannleikann
og frá hroka sem heldur sig vita allan sannleikann.
Forn bæn
Sú trú að æskan sé mesti sælutími ævinnar
er byggð á misskilningi.
Sælastur er sá sem hugsar
skemmtilegustu hugsanirnar
- og sælan eyskt með aldrinum
William Lyon Phelps
Fátækir menn þrá auðævi,
ríkir menn himnaríki,
en vitrir menn þrá friðsæld.
Swami Rama (1873-1906)
Lærðu að segja nei. Það reynist þér gagnlegra en að kunna latínu
Charles S. Spurgeon
Fengið af síðu nlfi.is