ELSKAÐU ALLAN MATINN!
Almennt hvet ég þig að næra þig á heilnæmum mat sem er í samhengi við náttúruna og eðlilega framvindu innan hennar. Enn mikilvægara er samt að temja sér fulla og logandi ást í garð alls þess matar sem þú setur ofan í þig.
Njóttu þess vegna alls sem þú setur ofan í þig. Ef þú velur að borða pítsu og gos í kvöld – gerðu það í vitund, af ást og í fullri heimild, tyggjandi með bros á vör.
Elskaðu allt sem fer ofan í þig. Allt sem fer inn fyrir varir þínar verður á endanum að þér og þinni tilvist – fylgdu því úr hlaði með ást.