Fara í efni

Guðni skrifa um heitibindingu, trúverðugleika og aga í hugleiðingu dagsins

Hugleiðing frá Guðna.
Guðni skrifa um heitibindingu, trúverðugleika og aga í hugleiðingu dagsins

Heitbinding. Trúverðugleiki. Agi.
Heit-binding felur í sér hita, ljós, loforð, aga, staðfestu.

Trú-verðug-leiki felur í sér yfirlýsingu um að ég treysti mér til að vera verðugur – ég trúi mér og treysti mér, enda lifi ég með fullri heimild til velsældar og er þess vegna verðugur.
Agi þýðir einfaldlega að ég stend við það sem ég segi, bæði gagnvart sjálfum mér og öðrum. Og smám saman hef ég staðið við eigin heitbindingar nógu oft til að ég öðlast sjálfstraust – ég er aftur farinn að trúa mér og treysta .

Heitbindingunni er best lýst þannig að ég lofa mér til fulls – ég segi satt.
Heitbindingin er forsendan fyrir því að alheimurinn fái skýr skilaboð um vilja minn, til- gang og markmið. Þegar ég loksins heitbind mig þá fyrst tekur tilveran mig alvarlega og fer að vinna með mér í samræmi við yfirlýstar áætlanir og markmið. Þegar ég stend síðan við fyrirætlanir mínar þá treysti ég eigin tilvist og styrki um leið sjálfan mig sem verðugan skapara. Allt þetta veitir heimild til velsældar.

Ég trúi ekki á hálfkákið og á stundum og kannski. Ég trúi á fulla birtingu allra þeirra möguleika sem búa í mér. Til að þeir ljómi þarf ég að standa við minn hluta með því að mæta inn í eigin mátt og bera ábyrgð á eigin orku og hvernig ég vel að ráðstafa henni.