Á meðan við lifum á forsendum skortsins eigum við erfitt með að hugsa um okkur; taka utan um okkur sjálf og auðsýna okkur fullan kærleika.
Og það er til marks um djúpstætt hugsanamynstur hversu erfitt við eigum með þetta – við viljum að aðrir sjái um okkur; að hamingjan liggi utan við okkur.
Við viljum vera háð því að aðrir veiti okkur hamingju og lífsfyllingu; að aðrir verndi okkur og standi með okkur. Hvort sem þessir „aðrir“ eru vinir eða fjölskyldumeðlimir eða hvort við viljum að þeir séu til dæmis guð.
Samt trúum við líka á annars konar lífsspeki, að minnsta kosti í orði: Hver er sinnar gæfu smiður.
Þessu trúi ég ekki.
En þessu trúi ég:
Hver er sinnar gæfu eða ógæfu smiður