Höfnun er allt viðnám gagnvart augnablikinu – gagnvart þér, öðrum einstaklingum og aðstæðum í lífinu.
Höfnun er að vilja ekki vera eins og þú ert, núna. Að vilja ekki að aðrir séu eins og þeir eru, núna. Upplifun höfnunar er alltaf persónuleg – en sjálf höfnunin er það aldrei.
Höfnunin er viðnámið sem við upplifum, allur skorturinn sem hægt er að ímynda sér; að lifa eftir því að glasið sé hálftómt eða hálffullt en skilja ekki að það flæðir alltaf upp úr glasinu. Höfnun er alltaf afneitun á ást og velsæld. Höfnun er að vilja sig ekki.