HVERSU FALLEGT MUSTERI ER HÆGT AÐ BYGGJA ÚR RUSLI?
Þegar matvælin eru komin úr upprunalegu ástandi sínu er hvert skref í meðhöndlun skref í burtu frá náttúrunni og þar af leiðandi frá jafnvægi og heilnæmi.
Í hvert sinn sem við meðhöndlum matinn með efnum eða hátækniaðferðum þá rýrum við næringargildi fæðunnar og minnkum getu líkamans til að vinna úr henni á heilbrigðan máta. Við rjúfum samvirkandi þætti allra þeirra ólíku bætiefna sem heilnæm fæða inniheldur og rjúfum eðlilegt ferli hennar.
Af þessum sökum upplifir líkaminn áreiti í staðinn fyrir ást þegar hann innbyrðir eyðilagðan mat – mat sem hefur farið í gegnum þrjú til þrjátíu meðhöndlunarskref sem eiga að bæta bragð, geymsluþol og útlit.