Að treysta mér svo vel að ég treysti mér til að mæta fjendum mínum.
Við getum ekki treyst guði nema treysta okkur sjálfum. Við getum ekki trúað á guð þegar við trúum ekki á sjálf okkur. Við getum ekki haft trú á okkur án þess að treysta okkur.
Við byrjum ekki að treysta okkur fyrr en við verðum traustsins verð – fyrr en við sýnum það í verki að við séum tilbúin að reisa okkur upp í stað þess að sparka í okkur liggjandi.
Þannig verð ég svo sannarlega minn besti félagi, sá sem ég reiði mig mest á; þannig verð ég minn eigin smiður, í fullri vitund, og get smíðað alla þá gæfu sem hugsast getur. Með þessu móti get ég átt samskipti við fólk án þess að þurfa þess og þannig get ég elskað með fullum ljósstyrk.
Þannig verð ég skapari – leiðtogi í eigin lífi. Þannig verð ég minn eigin hirðir.