Við þurfum að geta óhindrað tjáð tilfinningar okkar og gera okkur meðvituð um hvernig okkur líður og þekkja í sundur neikvæðar og jákvæðar tilfinningar. Kunna að finna fyrir tilfinningunum og leyfa okkur að grípa sjálf inní ferlið.
Þetta er kallað tilfinningagreind. Á síðustu árum hefur orðið mikil vakning á að viðurkenna og huga að tilfinningalegu jafnvægi og að það jafnvægi hafi mikil áhrif á líkamlega heilsu.
Við höfum öll þörf á, að vera elskuð, að elska og að hafa tilgang í lífinu, ef að við missum þessa þætti þá gæti dregið úr heilsunni.
Sem dæmi eru veikindi eftir atvinnumissi eða makamissi mjög algeng.
Heimild: heil.is