HEIMILD
Heimild er það rými sem við höfum veitt okkur, viljandi eða óviljandi, fyrir velsæld og ást.
Í vitund eða óafvitandi höfum við haldið bókhald um fortíðina þar sem reynsla okkar og umgengni við okkur sjálf hefur búið til innistæðu eða innistæðuleysi gagnvart hamingju og ljósi.
Heimildin er alltaf opinberun á þeirri sjálfsmynd sem við höfum skapað og viðhaldið. Hefur þú heimild til að ná þeim markmiðum sem þú hefur skráð?