Heitbindingin er að skrifa undir á punktalínuna – að ganga að eiga sig, með kostum og göllum, í blíðu og stríðu.
Að heitbindast sjálfum sér.
Af hverju heitbindumst við annarri mann eskju áður en við höfum mátt og heimild til að heitbindast sjálfum okkur?
Og einmitt þá rætist ævintýrið sem við höfum lesið um frá barnæsku – froskurinn losnar úr álögunum og breytist aftur í prins eða prinsessu.
–––
„Gott og vel,“ hugsarðu núna með þér. „En hvernig? Hvar eru hagnýtu upplýsingarnar? Hvernig á ég að heitbindast sjálfum mér?“
Það er engar hagnýtar upplýsingar að finna. Það sem virkar fyrir þig hefur hugsanlega engin áhrif á næsta mann. Ég get ekki skrifað fyrir þig leiðina að heitbindingunni.
Ég skil samt að þú teljir þig þurfa forskrift. En það ert ekki þú sem ert að bíða eftir henni. Það er skortdýrið. Skortdýrið sem vill hengja hamingju sína á ákveðna leið sem Guðni Gunnarsson eða einhver annar er búinn að segja að sé besta leiðin. Skortdýrið sem er vant því að þú lesir sjálfshjálparbækur, einungis til að komast að því hvað er að þér. Hjartað hvetur þig til að lesa þær sömu bækur á öðrum forsendum.
Skortdýrið sem er að vernda fórnarlambssöguna sem það hefur sagt í öll þessi ár, söguna sem þolir ekki dagsins ljós, breyttan málflutning og nýjar forsendur.
Forskriftin er alltaf og aðeins þessi:
Máttur viljans: Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar.