Í dag ertu fagmanneskja.
Veittu því sérstaka athygli þegar skortdýrið fer af stað og þú byrjar að hafna þér í huganum. Elskaðu þig samt, hjálpaðu þér upp, brostu og haltu áfram í hvert skipti.
Taktu eftir því hvað gerist þegar líður á daginn. Fyrirgefðu þér strax ef þú gerir það sem sumir kalla mistök, sýndu þér virðingu, alúð og umhyggju og veittu því athygli hvernig skortdýrið hverfur í skuggann þegar þú veitir þér atlot.