Það slær af öllum þeim krafti sem það á til, en dagleg höfnun takmarkar mátt þess. Við sníðum of þröngan stakk – því hjartað fær aldrei áfall nema við höfnum því, svíkjum það eða yfirgefum.
Hjartað er keisarinn sem skynjar heiminn áður en skynfærin gera það, áður en heilinn nemur áreiti frá heiminum. Hjartað er keisarinn sem útvarpar tíðni til smæstu frumna líkamans, til samfélagsins, til heimsins og sendir skýr skilaboð um hvað við viljum.
Hjartað vill það eitt að þú sért ást og velsæld. Hjartað er keisarinn.
Hjartað er ljósið.
Hjartað er allt sem er.