Farðu út fyrir hefðbundnar hugsanir - Þróaðu með þér betra samband við hugsanir þínar.
Þú getur friðað hug þinn án þess beinlínis að róa hann. Það hljómar ruglingslega en hér kemur nánari skýring: Hversu margar hugsanir fara um hug þinn dags daglega? Ótrúlegt en satt þá fara 100.000 hugsanir um hug meðalmanneskju á dag. Þetta er mikill fjöldi hugsana. Það sem er þó meira áhyggjuefni er það hversu margar af þessum hugsunum eru neikvæðar og hvort þær hafi mögulega skaðleg áhrif á líkama okkar, skap og líf okkar almennt.
Við skoðun innihalds minna eigin hugsana við hugleiðslu í óteljandi klukkustundir og eftir að hafa hlustað á hugsanir annars fólks á kennsluferli mínu í hugleiðslu og meðferð, hef ég ástæðu til þess að halda því fram að að minnsta kosti helmingur hugsana fólks eru að jafnaði neikvæðar. Kemur þessi prósentutala þér á óvart? Hún kom mér sannarlega á óvart sérstaklega þegar ég áttaði mig á því að 50% eru heilar 50.000 hugsanir sem eru þá neikvæðar á hverjum degi.
Goðsögn jákvæðra hugsana
Sansy C Newbigging heldur áfram: Ég trúi á og er trúboði fyrir áhrif þess að vera jákvæður. Athugum þó að þessi hreini fjöldi hugsana gerir hverja tilraun okkar til þess að hugsa bara jákvætt næstum ómögulega. Þannig að ef þú hefur gert þitt besta til þess að breyta hugsunum þínum yfir á jákvætt form og finnst þú ekki hafa tekist nógu vel til þá máttu aðeins minnka væntingarnar til sjálfs þíns, þ.e.a.s. erfitt er auðvitað að útiloka allar neikvæðar hugsanir.
Áhugaverð lausn
Frekar en að reyna að útiloka allar neikvæðar hugsanirnar sem fara um hug þinn daglega mæli ég með því að þú breytir heldur sambandi þínu við hugsanir þínar. Markmiðið er: Að upplifa hugarró án tillits til eðli hugsananna sjálfra sem fara um hug þinn.
Þrautin að róa hugann
Hættu að lesa, lokaðu augunum og síðan þegar þú verður vör/var við einhverja hugsun, gefðu hugsuninni númer, eitt, tvö, þrjú og svo framvegis. Teldu hugsanir þínar í eina mínútu. Þegar þú ert búin/nn að því púntaðu hjá þér hversu margar hugsanirnar voru. Það skiptir engu máli hvort hugsanirnar voru tvær eða tvö hundruð og tvær. Það sem skiptir mestu máli er það að ef þú getur talið hugsanir þínar þá ertu ekki hugsanir þínar. Þær komu og fóru en þú ekki. Þú ert meðvituð vitund sem gerir sér grein fyrir hugsunum sínum. Þessi vitund er þegar ró, hljóð og friðsæl. Með því að nota hugleiðslu til þess að átta sig á vitundinni getur þú upplifað betri hugarró þó svo að hugsanir þjóti stöðugt um hug þinn.
Til nánari kynningar á hugleiðsluæfingum þessum athugaðu vefsíðuna: mindcalm.com
Grein eftir Sandy C. Newbigging : Jóhanna Karlsdóttir yogakennari tók saman og þýddi.