UM OLÍUR OG FITU
Það eru ekki fitur sem gera fólk feitt – málið er aldrei svo einfalt. Á undanförnum árum hefur mikill áróður verið rekinn gegn fitu, sem hefur haft þær afleiðingar að við höfum jafnvel misst af nauðsynlegri fitu og olíum. Hluti af þessum áróðri á fullan rétt á sér, t.d. baráttan gegn transfitusýrum.
Fita verndar líkamann, gerir allar frumur líkamans starfhæfar, ýtir undir vinnslu á vissum hormónum og er nauðsynlegur hluti af upptöku vítamína og steinefna úr fæðunni.
Í þessu eins og öðru er samhengið mikilvægasta breytan – að við séum að sækja okkur heilnæma og holla fitu úr náttúrulegu samhengi og umhverfi. Þar með ýtum við út af borðinu þeirri fitu sem er að finna í hvers kyns unnum mat.
Holla fitu er t.a.m. að finna í fæðutegundum á borð við fisk, lýsi, hnetur, kókosolíu, lárperur, fræ, ólífuolíu, hnetusmjör og möndlusmjör.